
Gengið um Mánastein
Borgarbókasafnið Grófinni, 5. júlí kl. 20
Ana Stanicevic, Norðurlandafræðingur og þýðandi, leiðir kvöldgöngu Borgarbókasafnsins um slóðir skáldsögunnar Mánasteins eftir Sjón. Sagan gerist í Reykjavík árið 1918, í skugga Kötlugoss, spænsku veikinnar, frostavetrarins mikla og annarra hörmunga.
Gangan er hluti af Kvöldgöngum sem eru í umsjón Borgarbókasafnsins, Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Gangan er jafnframt hluti af hátíðardagskrá lýðveldisins í tilefni af hundrað ára afmæli þess.
Nánari upplýsingar veitir:
Jón Páll Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson [at] reykjavik.is