Skrifstofan | Ritsmíðaverkstæði í Kringlunni

Skrifstofan, ritsmíðaverkstæði, Borgarbókasafnið Menningarhús Kringlunni

Skrifstofan | Ritsmíðaverkstæði í Kringlunni

Borgarbókasafnið Menningarhús Kringlunni, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 16 - 18.30

Skrifstofan er ritsmíðaverkstæði og samfélag skrifandi fólks í Borgarbókasafninu Kringlunni. Þar getur fólk komið saman og unnið að ritstörfum sínum: einbeitt sér að skrifum í hvetjandi umhverfi; fundið ritfélaga til þess að lesa yfir texta eða skiptast á skoðunum við; sótt sér innblástur í bækur og annað efni eða fundið samfélag annarra höfunda.

Skrifstofan verður framvegis opin öllum sem hafa áhuga á skrifum og ritstörfum, annan hvorn miðvikudag milli 16 og 18.30. Boðið verður upp á kaffi og te. Á Skrifstofuna kemur hver og einn á sínum forsendum, þegar hann vill, og dvelur eins lengi og honum hentar. Borgarbókasafnið hefur á síðustu misserum boðið upp á ritsmiðjur fyrir fullorðna, og munu leiðbeinendur úr þeim smiðjum heimsækja Skrifstofuna af og til. Fyrst og fremst er hún þó aðstaða fyrir skrifandi fólk - óháð því hvort það skrifar fyrir skúffuna, fjölskylduna, blöð, bækur eða vef. 

Einnig verður haldið úti póstlista Skrifstofunnar þar sem áskrifendur fá ábendingar um sniðugt lesefni, kveikjur að ritsmíðum, ábendingar um viðburði og annað skemmtilegt efni. Á póstlistanum geta höfundar sömuleiðis talað sig saman um yfirlestur eða annað samstarf. Skráning á póstlistann fer fram með því að senda skeyti á sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is

Velkomin á Skrifstofuna! 

Umsjón: 

Sunna Dís Másdóttir, sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is, s. 411 6109 og 699 3936

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 20. febrúar 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

18:30