Skólahljómsveit Grafarvogs - tónfundir

Skólahljómsveit Grafarvogs, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Hljóðfæraleikarar úr Skólahljómsveit Grafarvogs

Menningarhús Spönginni, laugardaginn 5. maí, kl. 12:30 og 13:30  

Skólahljómsveit Grafarvogs hefur á að skipa 120 hljóðfæraleikurum á aldrinum 8-16 ára og hefur sveitin haldið fjölmarga tónleika innanlands sem utan. En til þess að spila vel saman í hóp þarf hver og einn að kunna vel á hljóðfærið sitt og njóta leiðsagnar góðra kennara.

Nemendur sveitarinnar munu koma einir fram við undirleik kennara sinna á tveimur tónfundum, kl. 12:30 og kl. 13:30. Flutt verður tónlist af ýmsum toga, hvor tónfundur stendur yfir í u.þ.b. 40 mínútur.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir, heitt kaffi á könnunni!

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen [at] reykjavik.is
s. 411 6230

 

 

 

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 5. maí 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

12:30

Viðburður endar: 

14:30