Skessur sem éta karla

Skessur sem éta karla, mannát, þjóðsögur, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Sunneva Guðrún Þórðardóttir

Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum

Menningarhús Spönginni, 10. september - 3. október

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Það birtist í nokkrum tröllasögum, yfirleitt eru það tröllskessur sem éta karla, sem vitnar um átök kynjanna í þessum sögnum. Þjóðsögunum var flestum safnað, þær skrifaðar og sagðar af körlum. Hvað segir það okkur um samfélagið sem sögurnar spretta úr?

Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma, niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við teiknarann Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur, sem teiknaði myndina hér að ofan.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar, mánudaginn 10. september kl. 17.

FB-síða sýningarinnar

Í tengslum við sýninguna heldur Dagrún Ósk fyrirlestur undir yfirskriftinni "Fáir hafa notið bónda síns betur en ég", mánudaginn 24. september kl. 17:15.

Hér má hlýða á viðtal sem tekið var við Dagrúnu Ósk í þættinum Sumarmálum á Rás 1, 18. ágúst sl.

Nánari upplýsingar vetir:
Sigríður Stephensen
Sigridur.Steinunn.Stephensen [at] reykjavik.is

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 10. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00