SamSuða | Gerður Kristný og Artótek

SamSuða

SamSuða | Gerður Kristný og Artótek | Opnun

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Fimmtudaginn 18. október kl. 17

SamSuða er yfirskrift nýrrar sýningarraðar í Borgarbókasafninu. SamSuða er stefnumót skapandi einstaklinga, en fenginn er rithöfundur til að velja verk úr Artóteki Borgarbókasafns á sýningu og skrifa um þau stuttan texta. Verkin geta verið eftir einn og sama listamanninn eða blanda/samsuða af verkum eftir ýmsa.

Á þessari fyrstu sýningu verða verk sem valin eru af Gerði Kristnýju og verður óneitnanlega athyglisvert að sjá hvaða listaverk og -menn falla skáldinu í geð.

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi Íslenskra Myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.

Verið velkomin á opnun SamSuðu fimmtudaginn 18. október kl. 17. Léttar veitingar.

Nánari upplýsingar:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir [at] reykajvik.is
s. 6912946

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 18. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00