Plastlaus september

Plastlaus september og pokastöðvar á Íslandi

Plastlaus september og pokastöðvar á Íslandi

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni, laugardaginn 29. september kl.14-16

Pokastöðin hófst sumarið 2016 á Höfn í Hornafirði og er hluti af alþjóðlega verkefninu „Boomerang Bags“. Hugmyndin var að mynda hringrás taupoka í samfélaginu þannig að ef taupokinn gleymdist heima í búðarferðinni væri hægt að fá lánaðan poka og skila aftur í næstu ferð. 

Verkefnið er á vegum Plastlaus september, sjá hér: https://www.facebook.com/PlastlausSeptember/ 

Verkefnið snýst um að sjálfboðaliðar hittast, sauma taupoka úr efni sem annars hefði verið ekki verið nýtt. Pokunum er siðan komið fyrir í verslunum í nágrenni við þann hóp sem er að sauma saman og þar geta viðskiptavinir fengið lánaðan taupoka og skilað aftur í körfuna við tækifæri. Víða um heim hefur verkefnið þróast úr „borrow and bring back“ í „borrow and reuse“ þar sem fólk virðist ekki alltaf skila pokunum aftur í körfuna, en þá er aðallega mikilvægt að pokinn sé í góðri notkun og komi í staðin fyrir plastið. 
Markmiðið er að fólk hætti að nota plastpoka og eins að vekja fólk og fyrirtæki til umhugsunar (jafnvel þó að það noti ekki alltaf körfuna þá vekur verkefnið athygli og umhugsun þeirra sem sjá). Einnig hafa saumahittingarnir verið góður vettvangur fyrir umræður um umhverfismál og þátttakendur fræða og læra af hvor öðrum.

Laugardaginn 29. september 2018 kl 14 -16 munu nokkrar pokastöðvar víðsvegar um landið hittast til þess að sauma saman poka og áhugasamir geta um leið kynnt sér verkefnið. Vonandi verða bráðum komnar pokastöðvar í hvert þorp eða bæ á Íslandi.

Borgarbókasafnið Spönginni, Grafarvogi 
Hægt er að koma og kynna sér verkefnið þennan laugardag og sjá hvernig pokarnir eru saumaðir og kynna sér plastlausar lausnir eins og bambustannbursta, stálrör og sjampósápustykki. Þess má geta að í Borgarbókasafninu í Árbæ mun innan fárra vikna verða til taks saumavélar þar sem hægt verður að sauma poka og annað. 

Bókasafnið Reykjanesbæ 
Fyrsta Pokastöðin á Suðurnesjum opnar í Bókasafninu. Hægt er að koma og fá kynningu á verkefninu sem og að sauma og sníða. Áhugasamir geta skráð sig til þátttöku í verkefninu, en hist verður mánaðarlega í safninu. Einnig er hægt að skoða plastlausar/fjölnota lausnir í sýningarskáp.

Pokastöðin Höfn í Hormafirði
Hist verður í Vöruhúsinu og sniðið, saumað og spjallað.

Pokastöðin Skagafirði

Upplýsingar á facebook: https://www.facebook.com/events/247642812615870/  

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 29. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00