Októberfundur og kvæðalagaæfing Iðunnar

Kvæðamannafélagið Iðunn 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 3. október kl. 19:00
Föstudaginn 5. október kl. 20:00

Fyrsti félagsfundur vetrarins hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, verður  haldinn föstudaginn 5. október og kvæðalagaæfingin verður miðvikudaginn 3. október.

Að venju er fjölbreytt dagskrá á októberfundinum.

Hildigunnur Einarsdóttir og Bergþóra Einarsdóttir flytja erindi um Einar Kristjánsson harmonikkuleikara og afa Hildigunnar. Tvöföld harmonikka var sérsvið hans og fá áheyrendur að heyra nokkur tóndæmi af leik hans. Árið 1979 gaf SG út hljómplötu þar sem Einar leikur 30 lög ásamt Garðari Jakobssyni fiðluleikara.

Sagt verður frá haustferð félagsins um Njáluslóðir, í bundnu og óbundnu máli, nokkrir kvæðamenn flytja.

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Í lok dagskrár verður flutt þjóðlagatónlist og kveðskapur, flytjendur m.a. Linus Orri Gunnarsson Cederberg og Rósa Þorsteinsdóttir.

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 3. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:00

Viðburður endar: 

20:00