NaNoWriMo á Íslandi - Októberhittingur

nanowrimo

Forskot á NaNoWriMo

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni, 5. hæð
Fimmtudaginn 25. október kl. 17:00-19:00

Nóvember og NaNoWriMo nálgast óðfluga – eruð þið nokkuð byrjuð að panikka? 

Áður en skrifbrjálæðið tekur völdin langar okkur að bjóða öllum skúffuskáldum að kíkja í óformlegan hitting á Borgarbókasafninu í Grófinni, 5. hæð. Við getum hist og spjallað um verkefnin okkar eða jafnvel fengið smá síðbúinn innblástur áður en hverfum öll bak við lyklaborðin. 

Það vill svo til að Borgarbókasafnið hýsir formleg ritsmíðaverkstæði í nóvember í tilefni af NaNoWriMo, svo þetta er hið fullkomna tækifæri til að koma og kíkja á aðstöðuna og velja eitthvað flott sæti!

Ef þú veist ekki hvað NaNoWriMo stendur fyrir þá hvetjum við þig eindregið til að kíkja við og fá smá kynningu á fyrirbærinu, sem kallast á ensku „National Novel Writing Month“. Þetta þýðir yfir 30 daga tímabil reyna upprennandi rithöfundar að skrifa 50.000 orð. Nánar hér: https://nanowrimo.org/

Vonumst til að sjá ykkur sem flest! 
 

Nánari upplýsingar:
Sunna Dís Másdóttir,
verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu,
Sunna.Dis.Masdottir [at] reykjavik.is 
Simone Schreiber,
umsjónarmaður NoNoWriMo á Íslandi,
snuuuke [at] gmail.com

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 25. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

19:00