Lumar þú á góðri sögu? | Sumarsmiðja

Bergrún Íris Sævarsdóttir

Ritsmiðja fyrir 9-12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum
Dagana 11. - 15. júní kl. 10 - 12 
Smiðjustjóri: Bergrún Íris Sævarsdóttir

FULLT ER Í SMIÐJUNA

Bergrún gefur okkur innsýn í starf rithöfundar og aðstoðar okkur við að skrifa okkar eigin sögur. Við veltum fyrir okkur söguþræði, persónum og hvernig texti og myndir vinna saman.

Á sumrin er mikilvægt að viðhalda lestrar- og bókaáhuga! Með námskeiði í skapandi skrifum er áhuginn tendraður og gerður að báli. 

Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sérstakt lag á að vinna með börnum á öllum aldri. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, skrifað sex bækur og myndskreytt tugi bóka sem margar hafa slegið í gegn. Á námskeiðinu fer Bergrún með krökkunum í stórskemmtilegt ferðalag um ævintýraheim bókagerðar. Kafað er í hugmyndaleit, persónusköpun og myndstiklugerð þar til beinagrind að sögu verður til. 

Í lok námskeiðs fer hver þátttakandi heim með handgerða bók sem sýnir vel styrkleika og persónuleika hvers barns þar sem það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs
Netfang: thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 11. júní 2018 to Föstudagur, 15. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

12:00