Litka í sumarskapi - 5.7.-31.8.

Litka myndlistarfélag, myndlistarsýning, myndlist, málun, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Sumarsýning félagsmanna í Litku - myndlistarfélagi

Menningarhús Spönginni, 5. júlí - 31. ágúst 2018

Félagsmenn í Litku sýna málverk unnin með vatnslitum, olíu og akrýl.

Litka er félag fólks á öllum aldri sem sameinast í áhuga sínum á myndlist. Félagið var stofnað árið 2009 og hefur síðan þá haldið úti blómlegu starfi og sýnt á fjölmörgum stöðum.

Litka hefur á að skipa rúmlega hundrað félagsmönnum, hópurinn er fjölbreyttur og einstaklingarnir með ýmiss konar bakgrunn. Fjölbreytnin endurspeglast gjarnan í samsýningum hópsins, en í sumar sýnir hópur félagsmanna málverk á Borgarbókasafninu Menningarhúsi Spönginni.

FB-síða félagsins

FB-síða viðburðarins

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, fimmtudaginn 5. júlí kl. 17!

Nánari umsjón veitir:
Sigríður Stephensen
Sigridur.Steinunn.Stephensen [at] reykjavik.is

 

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 31. ágúst 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

19:00