
"Ertu að grínast?" - Trúðanámskeið fyrir börn (9-12 ára)
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Laugardaginn 13. október kl 13:30
Borgarbókasafnið í Kringlunni býður börnum á ókeypis leiklistanámskeið.
Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona verður með trúðanámskeið "Ertu að grínast?" þar sem kenndar verða grunnreglur í trúðatækni og farið í æfingar og spunaleiki. Námskeiðið er fyrir börn á aldri 9-12 ára.
Allir þátttakendur fá að setja upp rautt nef og kynnast sínum innri trúð.
Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að skrá sig
Nánari upplýsingar veitir:
Rut Ragnarsdóttir
rut.ragnarsdottir [at] reykjavik.is
S: 411-6210