Leshringur Söguhringsins | Bókmennta-og kartöflubökufélagið

 Bókmennta- og kartöflubökufélagið 

Miðvikudaginn 20. mars kl 19:30-21:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 

Leshringur Söguhrings kvenna mun næst ræða bókina Bókmennta-og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer og Annie Barrows.

Leshringurinn er samstarfsverkefni Ós Pressunar og Söguhrings kvenna og er opinn öllum konum. Enn er pláss fyrir fleiri konur og hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á ospressan [at] gmail.com

Hlökkum til að lesa með ykkur!

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá vorsins 2019 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Borgarbókasafnið Gerðubergi
Gerðuberg 3-5
111 Reykjavík

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 20. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:30

Viðburður endar: 

21:00