Leshringur Söguhrings kvenna

Leshringur með Ós Pressunni 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 19. september  

Í samstarfi við Ós Pressuna er öllum konum boðið að koma og mynda leshring að frumkvæði grasrótarinnar. Hópurinn ákveður í sameiningu hvaða bækur skal lesa, hvort ákveðið þema verður, hvaða staði á að heimsækja, hvort rithöfundum bókanna verður boðið að koma í leshringinn eða hvort horft verður á kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókunum.

Þetta verður opinn og óformlegur leshringur sem mun byggjast á samfélagi kvenna með það að markmiði að fagna bókum og bókmenntum.

Athugið: Fullt er í leshringinn fyrir haustið 2018
 

Um Söguhring kvenna

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt. 

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Söguhringur kvenna á Facebook
 

Dagskrá Söguhrings kvenna haustið 2018

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S: 411-6182

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 19. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:30

Viðburður endar: 

21:00