Lærðu að skrifa handrit fyrir stuttmynd

Sögur Borgarbókasafnið Gerðuberg smiðja

Lærðu að skrifa handrit fyrir stuttmynd

Borgarbókasafninu I Menningarhúsi Gerðubergi
17. nóvember og 24. nóvember frá kl. 14:00-16:00

Leiðbeinandi er Gunnar Örn Arnórsson

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur - Verðlaunahátíð barnanna bíður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa handrit fyrir stuttmyndir. Afrakstur námskeiðsins verður fullbúið stuttmyndhandrit sem börnin geta sent í samkeppni til KrakkaRÚV sem velur bestu handritin til framleiðslu og sýningar í sjónvarpinu. Besta stuttmyndin verður svo verðlaunuð á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor en hátíðin er sýnd beint frá Rúv.

Gunnar Örn Arnórsson útskrifaðist frá kvikmyndaskóla Íslands á handrits- og leikstjórnarbraut og hefur skrifað handrit að fjórum stuttmyndum, gert kynningarmyndband fyrir sjónvarpsþátt, kvikmynd í fullri lengd og skrifað handrit að minni leikverkum. Gunnar hefur leikstýrt þremur stuttmyndum og framleitt aðrar fimm. Einnig hefur hann sjálfur leikið í hátt að tíu stuttmyndum og hefur því komið að flestum þáttum þess sem þarf til að skapa stuttmynd.

Ath námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt að skrásig þar sem komast bara12 að í hverja smiðju.

Skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólöf Ólafsdóttir
holmfridur.olof.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411-6114

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 17. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00