Kvæðalagaæfing Iðunnar

Kvæðalagaæfing

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00-15:00

Kvæðalagaæfingar Iðunnar eru fyrir börn, fjölskyldur þeirra og alla sem hafa gaman af að kveða með börnum.

Félagar eru hvattir til að mæta á sem flesta fundi og ekki gleyma æfingunum því þar geta menn kynnst betur innviðum félagsins og sögu. Einnig eru félagar hvattir til að taka með sér gesti, bæði á fundi og æfingar, því fundir Iðunnar eru öllum opnir.

Ath. að nóvemberfundur Iðunnar verður daginn áður:

Nóvemberfundur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Föstudaginn 9. nóvember kl. 20:00

Að venju er fjölbreytt dagskrá á nóvemberfundinum.

Gabriel Dunsmith leikur á Appalachian dulcimer, hljóðfæri frá Bandaríkjunum sem er skylt langspilinu. Hann mun einnig segja frá hljóðfærinu og sýna myndir.

Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytur erindið “Sálmar sem nytjalist á 17. öld”.

Þorvaldur Þorvaldsson kveður, meðal annars úr Rósarímum eftir Jón Rafnsson

Ragnar Ingi Aðalsteinsson sér um bragfræðihornið.

Eftirtaldir fastir liðir verða á sínum stöðum: litla kvæðamannamótið, tvísöngvar og samkveðskapur í umsjón Rósu Jóhannesdóttur og litla hagyrðingamótið og Skálda í umsjón Helga Zimsen.

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 10. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:00