Jólin blásin inn

jólakúla, jólatónleikar, Skólahljómsveit Grafarvogs, Borgarbókasafnið, Reykjavík City Library

Félagar úr Skólahljómsveit Grafarvogs leika jólatónlist

Menningarhús Spönginni, ýmsa daga síðdegis í desember

Ein af jólahefðunum á Borgarbókasafninu í Spönginni er heimsókn Skólahljómsveitar Grafarvogs, sem kemur og spilar jólalög á aðventunni svo ómar um allt safnið. Í ár verða nokkrir tónleikar með mismunandi hljóðfæraskipan, svo allir fái að njóta sín, sem einleikarar og í samspili. 

Miðvikudag 12. desember kl.18: tónfundur, einstaklingar leika, kennarar spila með á píanó.

Föstudag 14. desember kl.17: tónfundur, einstaklingar leika, kennarar spila með á píanó.

Mánudag 17. desember kl. 17:30: elsta hljómsveitin

Þriðjudag 18. desember kl.16: næstyngsta hljómsveitin (B)
                                       kl. 16:45: yngsta hljómsveitin (A)

Verið öll velkomin að hlusta á ljúfa tóna leikna af ungu og efnilegu tónlistarfólki!

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 12. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:00

Viðburður endar: 

18:00