Hvað er helst í fréttum?

Íslenskir fjölmiðlar

Fréttir vikunnar í góðum félagsskap

Alla miðvikudaga kl 19:30 
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 
Hólum

Langar þig að skilja hvað er að gerast á Íslandi, kynnast íslenskum fjölmiðlum og lesa blöðin? Komdu á miðvikudagskvöldum og vertu með í hópi jafningja sem fer yfir fréttir vikunnar og nýtur aðstoðar sjálfboðaliða sem geta bent á það sem er í brennidepli hverju sinni. 

Markmiðið er að þátttakendur:

- Kynnist samfélagslegri umræðu á Íslandi og fái þjálfun í að lesa fjölmiðla. 
- Kynnist mismunandi fjölmiðlum á Íslandi. 
- Geti komið með óskir og fengið aðstoð við að skilja betur útvaldar greinar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Rauða krossins í Reykjavík.

Nánari upplýsingar: 

Þorsteinn Valdimarsson, Rauði krossinn
thorsteinn [at] redcross.is 

Guðrún Baldvinsdóttir, Borgarbókasafninu
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 12. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

19:30

Viðburður endar: 

21:00