Herra Blýantur | Litadýrð

borgarbókasafnið menningarhús reykjavík city library spöng börn Veróníka Björk Gunnarsdóttir children family fjölskylda culture house bók book Herra blýantur og litadýrð Mr Pencil Grímubúningar búningar customes

Litadagur og grímubúningar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Laugardaginn 15. desember kl. 13:00 - 15:00

Herra Blýantur - Litadýrð er fyrsta bók Veróníku Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún hélt litríkt bókahóf á Borgarbókasafninu í Spöng fyrr á árinu af því tilefni.

​Laugardaginn 15. desember gefst börnum og fjölskyldum þeirra færi á að lita myndir með teikningum Veróníku af Herra Blýanti.

Herra blýantur er sérfræðingur í öllum litum regnbogans og honum er ekkert dýrmætara en að geta kennt krökkum á öllum aldri um litina.

Bókin verður til sölu staðnum fyrir þá sem vilja næla sér í eintak.

Allir eru hjartanlega velkomnir í hófið og verður kaffi á könnunni ásamt djúsi og piparkökum í boði.
Einnig geta yngstu gestirnir brugðið sér í búninga af ýmsu tagi. 

Herra blýantur hlakkar til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega og litríka degi.

 

Nánari upplýsingar veita:

Sigrún Antonsdóttir deildarbókavörður
​Sími: 411 6230 og 411 6237
Netfang. sigrun.antonsdottir @ reykjavik.is 

Veróníka Björk Gunnarsdóttir
Sími: 695 4966
https://www.facebook.com/Herra-blýantur-og-litadýrð-176519649628606/

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 15. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

15:00