Hermikrákur | Sumarsmiðja

Listasmiðja fyrir 9-12 ára

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Dagana 18.-20. júní kl. 10-12
Smiðjustjórn: Kristín Arngrímsdóttir

SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ!

Fullkomið námskeið fyrir unga listamenn! Í smiðjunni veljið þið verk úr Artótekinu og búið til ykkar eigin útgáfu af því. 

Í Artótekinu er fjöldann allan af listaverkum að finna sem safngestir geta leigt eða eignast á einfaldan hátt. Listaverkin eru í eigu listamannanna sjálfra og hafa nokkrir þeirra gefið leyfi fyrir því að frjálslega sér farið með endurgerð á verkum þeirra. Krakkarnir velja sér skemmtilegt verk, fá innblástur og gera eigin stælingu. Í lok smiðjunnar verður sýning á verkum krakkanna á Reykjavíkurtorgi, sýningarsal safnsins á 1. hæð. 

Kristín Arngrímsdóttir er myndlistakona og starfsmaður safnsins. Artótek Borgarbókasafns tók til starfa í ágúst 2004 og er það samstarfsverkefni Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

 

Dagsetning viðburðar: 

mánudagur, 18. júní 2018 to Miðvikudagur, 20. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

10:00

Viðburður endar: 

12:00