Heimstónlist - Vinnustofa með DARIU

DARIA

Heimstónlist með Dariu

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Helgina 15. og 16. september kl. 14-16

Helgina 15. og 16. september bjóðum við ykkur að koma með okkur og læra um heims- og þjóðlagatónlist Ameríku fyrir landnámstíma. Söguhringur kvenna fær til sín hina margverðlaunuðu tónlistarkonu DARIU og sem fyrr eru allar konur velkomnar í þennan glæsilega hóp kvenna á öllum aldri sem koma hvaðanæva að úr heiminum.
 
 DARIA heitir fullu nafni Daria Marmaluk-Hajioannou. Hún mun deila með okkur lögum og sýna okkur hljóðfæri sem notuð voru fyrr á öldum. Hún hefur sankað að sér tónlistararfleifð úr öllum heimshornum og ferðast um heiminn til að miðla vitneskju sinni. Í smiðjunni lærum við að spila á skeiðar, þvottabretti, limberjack dúkkur og amerískt langspil (dulcimer). Hún mun einnig leyfa okkur að heyra lög frá Lenape, ættbálki frumbyggja í Pensylvaniu þar sem Daria hefst við. Hægt er að finna tónlist DARIU á vefsíðu hennar, www.dariamusic.com. 
 
Athugið að smiðjan fer fram á ensku. 

Laugardaginn 15. september 2018, 14.00-16.00

Lög, sögur og hljóðfæri frá fyrri öldum Ameríku

Hvaða hljóðfæri notaði fólk á fyrstu árum Bandaríkjanna? Fólk lifði oft við þröngan kost og notaði því oft áhöld sem til voru á heimilinu, líkt og þvottabretti og skeiðar, til að skapa tónlist. Í þessari smiðju mun DARIA spila á ameríska Appalachian langspilið (dulcimer), skeiðar, þvottabretti og limberjack dúkkur. DARIA deilir einnig með okkur tónlist frumbyggjanna í Ameríku sem bjuggu þar löngu áður en landnemarnir komu. 

Sunnudaginn 16. september 2018 kl. 14.00-16.00

Lög, sögur og hljóðfæri frá ýmsum heimshornum

Mannfólk býr til tónlist alls staðar í heiminum. Og það gerir það á afskaplega skapandi og yndislegan máta. DARIA sýnir okkur tónlistararfleifð frá hinum ýmsu heimshornum og mun flytja fyrir okkur tónlist á hinum ýmsu tungumálum með hljóðfærum á borð við shekere frá Afríku, chapchas frá Perú og söngskál frá Tíbet. 

---

Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur til að hittast, kynnast og tengjast. Listræn sköpun er notuð sem tjáningarform í hringnum en einnig er boðið er upp á ýmis konar fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Hringurinn hefur verið starfandi í 10 ár og öllum konum er velkomið að taka þátt. 

Í haust verður dagskráin einstaklega fjölbreytt, meðal annars verður boðið upp á leshring, leiklistar- og tónlistarsmiðjur. Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Dagskrá haustsins 2018 er styrkt af velferðarráðuneytinu.

Söguhringur kvenna á Facebook

Á vefsíðu Borgarbókasafnsins

Vefsíða W.O.M.E.N.

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 15. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

16:00