Heimspekikaffi | Virðing og traust í samskiptum

Gunnar Hersveinn og Guðrún Snorradóttir

Hvernig getum við stuðlað að virðingu og trausti í samskiptum? 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi 
Miðvikudaginn 17. október kl 20:00

Við getum deilt lífinu saman og notið þess að lifa án þess að vera í stanslausum átökum. Mikilvægt er að geta reitt okkur hvert á annað og viðurkenna bæði styrkleika sína og veikleika. Í Heimspekikaffi 17. október í Gerðubergi fjallar Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur m.a. um virðingu og Guðrún Snorradóttir stjórnendaráðgjafi varpar ljósi á traust í mannlegum samskiptum. Hvernig hlúum við að trausti og hvað einkennir þá sem að við treystum?

Hvaða mannlegu gallar trufla helst góð samskipti og hvaða kostir efla þau? Gunnar Hersveinn og Guðrún eiga samtal um efni kvöldsins bæði sín á milli og við gesti með spurningum og vangaveltum. Heimspekikaffið hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um leitina að eftirsóknarverðu líferni. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið góðan hugarforða eftir kvöldin til að ræða frekar.  

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu. Guðrún Snorradóttir er formaður fé­lags um já­kvæða sál­fræði á Íslandi. Hún er ráðgjafi og heldur reglulega námskeið.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S: 661-6178 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 17. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00