Heimspekikaffi | Náttúruást og gildi útiveru fyrir börn

Sabína Steinunn og Gunnar Hersveinn

Gunnar Hersveinn og Sabína Steinunn á fyrsta heimspekikaffi vetrarins

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Miðvikudaginn 19. september kl 20:00-21:30

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur spjallar um gildin í lífinu í heimspekikaffi í Gerðubergi í vetur og fær til sín góða gesti. Á fyrsta heimspekikaffi vetrarins ræðir hann við Sabínu Steinunni Halldórsdóttur íþrótta- og heilsufræðing sem einnig er menntuð sem sjónráðgjafi. Þau ætla að fjalla um grunngildi fyrir börn, m.a um náttúruást, gildi útiveru á skynþroska barna og lífsgæði til frambúðar. Einnig munu áhrif tækninnar og náttúruónæmi bera á góma.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um hvers konar líferni er eftirsóknarvert. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugðarefni til ræða frekar.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með heimspekikaffinu og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor - gildin í lífinu. Sabína Steinunn Halldórsdóttir hefur skrifað bækurnar Færni til framtíðar og Leikgleði – 50 leikir.

Nánari upplýsingar veitir:  

Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S: 411-6182 / 661-6178

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 19. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

21:30