Heimspekikaffi | Hefur mataræði áhrif á hamingju?

Lukka Pálsdóttir og Gunnar Hersveinn

Heilsa, hamingja og heimspeki!

Miðvikudaginn 21. nóvember kl 20:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
 
 

Hamingja á fornnorrænum tíma var sögð eins og himna sem umlykur manneskju til heilla. Segja má nú á tímum að heilsusamlegt fæði veiti slíka vörn, byggi upp styrkleika og verndi fólk fyrir sjúkdómum. Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, eigandi veitingastaðarins Happ og höfundur fjölda matreiðslubóka ræða saman um samband heilsu, mataræðis og hamingju í næsta heimspekikaffi 

Vísindin hafa sýnt fram á sterk tengsl milli mataræðis og heilsu. Hamingjan er meira en hugarástand og spyrja má hvort mikilvægir þættir hamingjunnar tengist matarræði? Gunnar Hersveinn og Lukka munu spjalla um efni kvöldsins bæði sín á milli og við gesti með spurningum og vangaveltum. Hamingjan er án vafa tengd lífsstíl og lífsviðhorfi hvers og eins og þar getur mataræðið spilað stóra rullu.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin. Hann hefur m.a. skrifað bókina Gæfuspor –gildin í lífinu og Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur. Lukka Pálsdóttir hefur m.a. skrifað bókina Máttur matarins, fæða sem forvörn, ásamt Þórunni Steinsdóttur og bókina 5:2 mataræðið með Lukku í Happ.

Frekari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir
gudun.baldvinsdottir [at] reykjavik.is
S: 661-6178 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 21. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00