Handverkskaffi | Saumahornið vígt

Aðstaða til að sauma og sníða tekin í notkun

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Þriðjudagur 9. október kl. 13.00 

Nýjar saumavélar verða teknar í notkun í Borgarbókasafninu í Árbæ sem hægt verður að nota þegar safnið er opið. Nokkrir góðir gestir sem tekið hafa þátt í prjónaklúbbi safnsins ætla að ríða á vaðið og prufukeyra vélarnar en um er að ræða tvær venjulegar saumavélar og eina overlock vél.

Í saumahorninu er einnig aðstaða til að taka upp snið. Þar geta gestir  því saumað frá grunni en einnig er tilvalið að koma með flíkur og annað sem þarfnast viðgerðar. Miðað er við að þeir sem nota saumavélarnar séu að mestu sjálfbjarga þar sem ekki verður sérstök aðstoð við saumaskapinn.

Borgarbókasafnið tekur þátt í verkefninu „Árpokinn“ sem er samstarf milli Kvenfélags Árbæjarsóknar, Þjónustumiðstöðvarinnar, Félagsmiðstöðvarinnar 105 og bókasafnsins. Verkefnið snýst um að sauma innkaupapoka sem verða gefnir s.s. á bókasafninu, í sundlauginni og  öðrum stöðum þar sem not eru fyrir þá. Snið og efni verða til taks á safninu sem hægt er að nota við pokagerðina. Svipuð verkefni hafa verið í gangi víða um land þar sem fólk hittist og saumar poka undir merkjum Boomerang Bags.

Borgarbókasafnið vonast til þess að gestir taki þessari nýju aðstöðu fagnandi og verði duglegir að nýta sér hana.

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir

katrin.gudmundsdottir [at] reykjavik.is

411 6250

 

Dagsetning viðburðar: 

Þriðjudagur, 9. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

13:30