Gunni Helga og töfrahurðarhljómsveitin

Gunnar Helgason Leifur Gunnarson jazz fyrir börn töfrahurðahljómsveitin

Gunni Helga og töfrahurðarhljómsveitin

Borgarbókasafnið I  Menningarhús Spönginni
Föstudaginn 19. október kl. 14
Ath að viðburðurinn er einnig í Gerðubergi sama dag kl. 11 og í Grófinni kl. 16.

Gunnar Helgason, Leifur Gunnarson og félagar bjóða fjölskyldum á frábæra skemmtun í haustfríinu. Enginn veit nákvæmlega hvað mun gerast, en fólk er beðið að hafa varann á því uppákoman gæti innihaldið snefilmagn af ótömdum spuna.

Eitthvað alveg svakalega dulafullt gerðist um daginn! Það kom í ljós að í gegnum eina skrýtna hurð kemur af og til furðulegt fólk með enn furðulegri hljóðfæri?  Fá krakkarnir kannski að prófa hljóðfærin? Hefur píanóið skroppið saman?  Mun einhver bresta í söng? Þetta kemur allt í ljós þegar töfrahurðin opnast.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.

Flytjendur:
​Gunnar Helgason, Leifur Gunnarsson, Svanhildur Lóa Bre, Tómas Jónsson, Rósa Guðrún Sveinsdóttir

Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
Netfang: holmfridur.olafsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6114

Dagsetning viðburðar: 

Föstudagur, 19. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

14:45