Framúrskarandi rit

Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sumardaginn fyrsta, 19. apríl, kl. 14.00 - 15.30

Framúrskarandi rit - tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis verða kynnt af höfundum fimmtudaginn 19. apríl næstkomandi, sumardaginn fyrsta, í Grófinni frá kl. 14:30 - 15:30.

Um er að ræða samstarfsverkefni höfundanna, Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnsins.

Verið velkomin!

Dagskrá

14:00 –14:10

Steinunn Kristjánsdóttir. Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir.
„Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi.“

14:10 – 14:20

Unnur Jökulsdóttir. Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk.
„Óvenju hrífandi frásagnir af rannsóknum við Mývatn og sambandi manns og náttúru.“

14:20–14:30

Stefán Arnórsson. Jarðhiti og jarðarauðlindir.
„Einstaklega ítarlegt rit um auðlindir í jörðu og brýn áminning um að huga að sjálfbærni við nýtingu náttúruauðæfa.“

14:30-14:40

Aðalheiður Jóhannsdóttir. Inngangur að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd.
„Heildstætt rit um flókinn heim skipulagsréttar. Handbók sem gagnast bæði lærðum og leikum.“

14:40 –14:50

Hlé

14:50 – 15:00

Ásdís Jóelsdóttir. Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun.
„Margþætt rannsókn í textílfræði sem lýsir samspili handverks, hönnunar og sögu prjónaiðnaðar í fallegri útgáfu.“

15:00–15:10

Úlfar Bragason. Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórssonar.
„Næm lýsing á sjálfsmynd, væntingum og viðhorfum vesturfara við aðlögun þeirra að samfélagi og menningu Norður-Ameríku.“

15:10 – 15:20

Egill Ólafsson † og Heiðar Lind Hansson. Saga Borgarness I og II. – Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna.
„Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu myndefni.“

15:20-15:30

Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir. Borgin – heimkynni okkar.
„Fróðleg hugvekja og framlag til þjóðfélagsumræðu um skipulag, lífshætti og umhverfismál í borgarsamfélagi.“

Dagskrárlok.

Þeir Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, höfundar Ójöfnuður á Íslandi – skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi; og Vilhelm Vilhelmsson, höfundur Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld, sáu sér ekki fært að vera með.

Viðurkenning Hagþenkis

Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings en árið 2006 var byrjað að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu. Viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, stendur að valinu.

Á vef Hagþenkis má sjá tilnefningarnar frá upphafi og á Bókmenntavefnum má sjá handhafa viðurkenningar Hagþenkis frá upphafi.

Nánari upplýsingar veitir:

Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra
Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna
hagthenkir [at] hagthenkir.is
Sími: 551 9599

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 19. apríl 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

15:30