Fjölskyldustund | Foreldraspjall um RIE - Virðingaríkt Tengslauppeldi

Fjölskyldustundir í Sólheimum

Borgarbókasafnið I Menningarhús Sólheimum
Miðvikudaginn 17. október kl. 13:00-14:00

Miðvikudaginn 17. október mun Kristín Björg Viggósdóttir vera með foreldraspjall um RIE - Virðingarríkt tengslauppeldi. RIE stendur fyrir Resources for Infant Educarers en er oft þekkt sem Respectful Parenting eða Mindful Parenting. Megináhersla RIE-uppeldisaðferðarinnar felst í virðingu fyrir börnum, sjálfstæði þeirra og frelsi til að leyfa náttúrulegri hæfni þeirra að blómstra og þróast án mikilla inngripa. 

Kristín Björg Viggósdóttir er iðjuþjálfi og Dance Movement Therapist. Hún hefur unnið með börnum með þroskaraskanir og foreldrum þeirra. Kynningin er haldin í samvinnu við Kristínu Maríellu stofnanda respectfulmom.com. Kristín Björg hefur haldið kynningar um virðingarríkt uppeldi og ristýrir facebook hópnum RIE / Respectful parenting á Íslandi með Kristínu Maríellu.

Í Sólheimum er boðið upp á fjölskyldustundir alla miðvikudaga kl. 13 - 14. Frábært tækifæri fyrir þau litlu til að hitta önnur börn, leika og komast í nýtt og spennandi umhverfi.

Heitt á könnunni og notalegheit.
 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar veitir:
Dóra Bergrún Ólafsdóttir, dora.bergrun.olafsdottir [at] reykjavik.is
s: 411 6160

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 17. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

14:00