Dark Deeds | Bókmenntaganga á ensku í sumar

Þátttakendur í bókmenntagöngunni á Arnarhóli

Bókmenntagöngur á ensku alla fimmtudaga í sumar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, milli 15-16.30

Bókmenntagöngur á ensku verða á dagskrá safnsins alla fimmtudaga í júní, júlí og ágúst kl. 15. Göngurnar eru í umsjón starfsfólks safnsins og fjalla einkum um glæpi og drungalega atburði í bókmenntum sem tengjast Reykjavík og gefa því skemmtilega innsýn í íslenska krimma og draugasögur. 

Lagt er upp frá Grófinni við Tryggvagötu og tekur gangan um 90 mínútur.

Miðaverð er 1.500 kr. og frítt  fyrir 17 ára og yngri.

Miðar eru seldir á bókasafninu í Grófinni og á www.tix.is.

Á undan göngunni er sýnd 45 mínútna heimildamynd um íslenska þjóðtrú sem nefnist Spirits of Iceland: Living with Elves, Trolls and Ghosts. Sýningin er hugsuð sem upphitun fyrir gönguna og hefur verið vinsæl meðal göngugesta. Hún fer fram í Kamesinu, á 5. hæð safnsins, og er aðgangur ókeypis

Nánari upplýsingar veitir:
Jón P. Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson [at] reykjavik.is

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 21. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:30