Café Lingua | Pólska

Cafe Lingua

Heill heimur af tungumálum | Pólska

Fimmtudaginn 7. mars kl 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni

Marta Magdalena Niebieszczańska ætlar að vera með pólskt Café Lingua í Spöng, en hún stýrir pólskri upplýsingarsíðu um fréttir á Íslandi, icelandnews.is og hún gefur út tímaritið ROK með vinkonu sinni Justynu Grosel.
Rok er nýtt tímarit á pólsku og íslensku og fjallar um hvað er á döfinni á Íslandi.

Cafe Lingua  er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

Samstarfaðilar Café Lingua 2019 eru Borgarbókasafnið, Mála- og menningardeild og námsleiðin íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, Móðurmál - samtök um tvítyngi og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands.

Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru hjartanlega velkomnir.
Heitt kaffi í boði og ekkert þátttökugjald.

Sjá alla dagskrá vorsins haustsins hér.http://www.borgarbokasafn.is/is/content/cafe-lingua-lifandi-tungumal

Fylgstu með Cafe Lingua á Facebook

Frekari upplýsingar: 

Sigrún Antonsdóttir
Netfang: sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
​Sími: 411 6230 og 411 6237

Kristín R. Vilhjálmsdóttir
​Netfang: kristin.r.vilhjalmsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 6181420

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 7. mars 2019

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

17:00

Viðburður endar: 

18:00