Borgarkórinn syngur jólalög í Grófinni

Borgarkórinn

Jólastemning með Borgarkórnum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Laugardagur 15. desember kl. 14:00-14:30

Borgarkórinn undir stjórn Jóns Svavars Jósefssonar mætir í jólaskapi á Bókatorgið á 1. hæð og syngur nokkur velvalin jólalög, jafnt innlend sem erlend. Fyrir þá sem vilja líta upp úr jólastressinu er upplagt að leggja leið sína í Grófina og hlýða á ljúfa jólatóna Borgarkórsins. Borgarkórinn er blandaður kór starfsfólks Reykjavíkurborgar sem hittist einu sinni í viku og æfir lög til flutnings án undirleiks. 

Þeir sem vilja halda jólastemningunni áfram þegar heim er komið geta kíkt á fjölbreytt úrval af jólatónlist og jólakvikmyndum sem stillt hefur verið út til útláns í tón- og mynddeild á fimmtu hæð safnsins.

Fyrir þá sem komast ekki á safnið bendum við á Naxos-tónlistarveiturnar sem alltaf eru opnar  frá heimasíðunni okkar en þar má finna fjölbreytta jólatónlist frá ýmsum löndum, klassíska jólatónlist, kórsöng og óratoríur og auk þess myndbönd með jólakonsertum svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar veitir:
Sigurður Jakob Vigfússon
sigurdur.jakob.vigfusson [at] reykjavik.is
Sími:  411-6135

Dagsetning viðburðar: 

Laugardagur, 15. desember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

14:00

Viðburður endar: 

14:30