Bókakaffi | Stormfuglar Einars Kárasonar

 Einar Kárason fjallar um Stormfugla

Upplestur og bókaspjall í Árbænum

Borgarbókasafnið | Menningarhús Árbæ
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 16:30-17:30

Sannkölluð sagnaveisla í uppsiglingu! Rithöfundurinn og sagnaþulurinn Einar Kárason kemur á safnið og les úr bók sinni Stormfuglar og segir frá glímunni við söguna og sjóinn. 

Í bókinni er lýst einstaklega vel öllu því sem lýtur að sjómennsku, bæði vinnubrögðum, samskiptunum um borð í skipinu og háskanum sem alltaf er nálægur. Einar gekk með hugmynd að bókinni í áraraðir en þegar til kastanna kom skrifaði hann hana í einni lotu. 

Bókin Stormfuglar hefur vakið mikla athygli en hún byggir á sönnum atburðum. Hún segir frá baráttu þrjátíu og tveggja sjómanna upp á líf og dauða á síðutogaranum Máfinum í aftaka veðri. Skipið er drekkhlaðið, ísingin hleðst upp og veðrið glórulaust. 

Upplagt að nota tækifærið og koma og hlusta á og spjalla við okkar einstaka sagnameistara  Einar Kárason.

Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar veitir:
Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir [at] reykjavik.is
411 6250

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 1. nóvember 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

16:30

Viðburður endar: 

17:30