Bókakaffi | Ævintýri Tinna með Gísla Marteini

Bókakaffi | Ævintýri Tinna með Gísla Marteini

Menningarhús Gerðubergi, miðvikudag 26. september kl. 20 - 22

Tinnabækur Hergés, belgíska myndasöguhöfundarins Georges Remi, hafa verið feikivinsælar á Íslandi allt frá því þær fóru að koma út á íslensku árið 1971. Hver man ekki ekki eftir bræðrunum Skafta og Skapta, eða hefur spreytt sig á að tvinna saman blótsyrði í anda Kolbeins Kafteins? Tinni birtist hins vegar fyrst á prenti í formi framhaldssögu í kaþólsku dagblaði. Það var árið 1929 og Tinni því orðinn ríflega fertugur þegar hann birtist Íslendingum fyrst í þýðingu. 

Gísli Marteinn Baldursson flutti fyrr á árinu útvarpsþætti á Rás 1 sem báru heitið Ævintýri Tinna, þar sem þessi sívinsæli og áhugaverði bókaflokkur var skoðaður ofan í kjölinn og ýmsum hliðum hans, sem ekki höfðu verið áberandi í umræðunni áður, velt upp. Þar má nefna kynjahlutverkin eins og þau birtast í bókunum, stjórnmálaskoðanirnar og þá fordóma sé bækurnar ala á.

Sjónvarpsmaðurinn og Tinnafræðingurinn Gísli Marteinn fjallar um Tinnabækurnar á fyrsta Bókakaffi misserisins. Bókakaffi í Gerðubergi er hluti kaffikvölda í Gerðubergi og haldið mánaðarlega yfir vetrarmánuðina, fjórða miðvikudagskvöld í mánuði. Það er vinsæll liður í viðburðadagskrá Borgarbókasafnsins. Þetta misserið verður litið um öxl: Við eltum Tinna til Sovétríkjanna og víðar; eigum endurfundi við hina dáðu Kapítólu; og hverfum loks aftur til 1918 í fylgd Sjón og Mána Steins.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Umsjón

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir [at] reykjavik.is, s. 411 6109 og 699 3936

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 26. september 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

20:00

Viðburður endar: 

22:00