
Stefán Pálsson leiðir göngu um áfengislausan höfuðstað
Borgarbókasafnið Grófinni, 26. júlí kl. 20
Áfengisbann tók gildi á Íslandi árið 1915 og sambandslögin því samþykkt af bláedrú borgurum þremur árum síðar. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir göngu um þurra Reykjavík ársins 1918 og þar um bil.
Gangan er hluti af Kvöldgöngum sem eru í umsjón Borgarbókasafnsins, Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar veitir:
Jón Páll Ásgeirsson
jon.pall.asgeirsson [at] reykjavik.is