Afmælisveisla Æringja

 Sunnudaginn 3. júní kl 15:00

Afmælisveisla Æringja í Grófinni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Sunnudaginn 3. júní kl. 15:00-16:30

Sunnudaginn 3. júní kl. 15.00 verður afmælisveisla og sögustund í menningarhúsinu Grófinni þar sem boðið verður upp á afmælistertu og djús. Þessi sögustund verður opin almenningi og eru allir velkomnir í veisluna.

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Hann var vígður þann 22. febrúar 2008 og hefur bíllinn heimsótt leikskóla, frístundaheimili og verið á ýmsum hátíðum á vegum borgarinnar alla tíð síðan. 

Við fögnum þessum áfanga allt árið en sérstakleg vikuna 28. maí-3. júní. 

Í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni verða sýningar þar sem farið verður yfir starfsemi Æringja í máli og myndum þessi 10 ár. Veislugestir geta því kíkt á sýninguna í leiðinni og séð hvaða starfsemi hefur farið fram í Æringja og á hans vegum. Sögukonur bílsins verða einnig kynntar betur en þær hafa skipst á að segja börnunum sögur í bílnum ásamt Ólöfu Sverrisdóttur verkefnastjóra bílsins. Bíllinn verður staddur fyrir utan en veislan verður inni í Grófarhúsi.

Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir verkefnastjóri
olof.sverrisdottir [at] reykjavik.is
sími 664-7718 / 411-6189

 

 

 

Dagsetning viðburðar: 

sunnudagur, 3. júní 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

15:00

Viðburður endar: 

16:30