Ærslabelgurinn Fíasól | upplestur og spjall

Borgarbókasafn, City library Reykjavík Menningarhús Culture house Spöng Spönginni Fíasól Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Fimmtudaginn 18. október kl. 13.00-14.00

Skemmtileg stund fyrir börn og foreldra þar sem Kristín Helga les og spjallar um ærslabelginn hana Fíusól.

„Nú snýr Fíasól aftur kraftmeiri en nokkru sinni fyrr! Hún stofnar björgunarsveit ásamt Ingólfi Gauki og berst fyrir réttindum barna. Ráða börn yfir peningunum sínum? Ráða börn hvar þau búa og hvað þau hengja upp í herbergjunum sínum? Má pína krakka til að læra á hljóðfæri? Umboðsmaður barna er góðvinur Fíusólar og málin hrannast upp hjá þeim báðum. Slóttugur raðmorðingi flytur inn í Grænalund í Grasabæ og myrkfælinn smalahundur eignast þar skjól. Fyrir hvaða aldur er þessi bók? spyr amma kannski. Jú, sjáðu til, amma, svarar þá Fíasól. Þessi bók er fyrir alla sem hafa áhuga á börnum. Hún er fyrir barnalega fullorðna og fullorðinsleg börn. Hún er um sterka stráka og kraftastelpur. Já, er þessi bók þá fyrir stelpur? spyr amman og skoðar stelpuna framan á kápunni.  Nei, nei, amma! Alls ekki! svarar Fíasól. Þetta er bók fyrir alla krakka af því að strákar og stelpur eiga heiminn saman. Þetta er auðvitað líka fjölskyldubók. Og svo hentar þessi bók sérstaklega vel til að lesa upphátt fyrir hunda og jafnvel ketti.”

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Nánari upplýsingar veitir:
Herdís Anna Friðfinnsdóttir og Sigrún Antonsdóttir, deildarbókaverðir
Netföng: herdis.anna.fridfinnsdottir [at] reykjavik.is og sigrun.antonsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 4116230, 4116232 og 411-6237

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Fimmtudagur, 18. október 2018

Staðsetning viðburðar: 

Viðburður hefst: 

13:00

Viðburður endar: 

14:00