Norðlingaskóli

  • Norðlingaskóli
  • Bókasafnið í Norðlingaskóla
  • Bókasafnið í Norðlingaskóla

Borgarbókasafnið og Norðlingaskóli hafa sameinað krafta sína og opnað nýtt sameiginlegt safn í skólanum. Markmiðið er að veita íbúum Norðlingaholts aðgang að afþreyingu og fróðleik í notalegu umhverfi. 

Þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og vonast er til þess að þetta fyrirkomulag muni bæta þjónustu við nemendur Norðlingaskóla, leikskólabörn og aðra íbúa í Norðlingaholti og efla jafnframt hlut skólans sem miðstöð menningar- og tómstundastarfs í hverfinu.