Viltu senda kveðju inn í framtíðina?

Minningarhylki um John Lennon í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins

Sérstakt minningarhylki um John Lennon er nú til sýnis í tón- og mynddeild Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi. Það er eitt af nokkrum slíkum sem gert var í samvinnu BoxofVision LCC, Rock and Roll Hall of Fame and Museum og Yoko Ono í tilefni af 70 ára fæðingarafmæli Lennons 9. október 2010 og var falið tón- og mynddeildinni til varðveislu.

Á sama stað, fram að dánardægri John Lennons 8. desember, gefst gestum safnsins færi á að teikna og setja inn hugleiðingar um Lennon og arfleifð hans í þar til gerða bók. Þegar bókin er orðin full verður hún sett í geymslu þar til hún verður opnuð um leið og minningarhylkið 9. október 2040 þegar hundrað ár verða liðin frá fæðingu Lennons. 

img_20181203_120930.jpg

Fjölbreyttu úrvali bóka og diska með og um Lennon er einnig stillt út til útláns í tón- og mynddeildinni.

Verið velkomin!

.