Sýningin Þetta vilja börnin sjá lögð af stað til Akraness

  • Þetta vilja börnin sjá

Myndskreytingar í íslenskum barnabókum

Hin stórskemmtilega sýning sem flestir ættu að þekkja, með myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, er lögð af stað til Akraness. Næsti viðkomustaður er Bókasafnið Akranesi og kemur hún beint frá bókasafninu í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Opnun sýningarinnar á Akranesi verður á sjálfan bókasafnsdaginn, föstudaginn 7. september! Fjölskyldur eru hvattar til að mæta og skoða þann undraheim sem sýningin hefur upp á að bjóða.

Sýningin stendur til 26. september en því næst heldur hún til Grindavíkur. Þaðan fer hún til Húsavíkur og verður þar fram í janúar, en hefð er fyrir því að sýningunni ljúki þar.

Sýnendur

Áslaug Jónsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdóttir • Brian Pilkington • Böðvar Leós • Ellisif Malmo Bjarnadóttir • Freydís Kristjánsdóttir • Halla Sólveig Þorgeirsdóttir • Högni Sigurþórsson • Íris Auður Jónsdóttir • Kristín Ragna Gunnarsdóttir • Logi Jes Kristjánsson • Ragnheiður Gestsdóttir • Rán Flygenring • Sigrún Eldjárn

Leiðsagnir

Bókasafn Akraness mun bjóða skólabörnum upp á leiðsögn um sýninguna.

Farandsýning

Krakkar utan höfuðborgarsvæðisins fá einnig tækifæri til að njóta myndanna og bókanna því Þetta vilja börnin sjá er farandsýning sem leggur land undir fót þegar  sýningartímanum í Gerðubergi lýkur. Áhugasamir aðilar eru beðnir um að hafa samband við Guðrúnu Dísi.

Næstu viðkomustaðir

Bókasafn Akraness – 7. september - 26. september

Bókasafn Grindavíkur – 15. október - 15. nóvember

Safnahúsið Húsavík – desember - janúar

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri fræðslu og miðlunar
Netfang: gudrun.dis.jonatansdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6115

.