Norræna bókmenntavikan hefst í dag með hetjuþema

Í dag er Norræna bókmenntavikan sett í 22. sinn! Vikan var sneisafull af alls kyns viðburðum á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Hér á landi og á hinum Norðurlöndunum verða víða upplestrar, umræður, sýningar og aðrir menningarviðburðir.

Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga var íslenska listakonan Rán Flygering fengin til að hanna veggspjaldið að þessu sinni út frá þemanu „Hetjur á Norðurlöndum“ og ein af upplestrarbókum vikunnar er bókin Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson

Meginmarkmið Norrænu bókmenntavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.

Í sögustundum Borgarbókasafnisins þessa viku verður lesið upp úr bókum sem fjalla um litlar ofurhetjur og boðið upp á spurningaleiki.

Sjá nánar á vef Norrænu bókmenntavikunnar.

.