Hverfið mitt - Bókasafnið aðstoðar þig við að kjósa!

  • Mitthverfi

Nú standa yfir hverfakosningar og borgarbúum er boðið að fá aðstoð á bókasöfnunum við að nálgast Íslykil og komast í tölvu til að kjósa.

Gestum býðst að nota aðstöðu til að kjósa á öllum söfnunum og þeim gestum sem vantar aðstoð við að fá Íslykil geta fengið hjálp frá starfsfólki Borgarbókasafnsins á opnunartíma Þjóðskrá sem er til kl. 15:00 alla virka daga.

Öll sex menningarhús okkar veita þessa þjónustu. Kíkið endilega við og takið þátt í að móta ykkar hverfi!

... Nú, og ef þig vantar enga aðstoð og vilt bara kjósa núna, þá er um að gera að heimsækja vefsíðuna Hverfið mitt!

.