Laust starf verkefnastjóra Tilraunaverkstæðis

Ertu snillingur í tækni og og hefur gaman af því að fikta þig áfram?

Laus til umsóknar er staða verkefnastjóra Tilraunaverkstæðis Borgarbókasafnsins.

Markmið Tilraunaverkstæðisins er að styðja við tæknilæsi, ásamt því að efla skapandi hugsun notenda. Verkefnastjóri vinnur náið með öðrum starfsmönnum safnsins en heyrir undir Þjónustu- og þróunardeild.

TEKIÐ ER Á MÓTI UMSÓKNUM Á VEF REYKJAVÍKURBORGAR

Samkvæmt markmiðum þjónustustefnu Borgarbókasafnsins er lögð áhersla á að starfsemi þess sé vettvangur skapandi hugsunar þar sem tækni 21. aldarinnar er í fyrirrúmi. Tilraunaverkstæðið var sett á stofn til að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur og aðgengir að tækjum með það að markmiði að styðja við m.a. stafrænt læsi og tæknifærni til framtíðar. Þannig stuðlar starfsemi bókasafnsins að því að virkja sköpunarkraft notenda og efla sjálfþroska í gegnum tækni og leik. Sjá nánar um Tilraunaverkstæðið

Borgarbókasafnið veitir íbúum borgarinnar heildstæða þjónustu og er opið öllum með það að markmiði að jafna aðgengi að menningu og þekkingu. Borgarbókasafnið er einnig vettvangur barna, ungmenna og fullorðinna til að uppgötva og rannsaka heiminn og þróa þannig hæfileika sína og tækifæri.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Stýra daglegu starfi og hafa yfirumsjón með Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins og búnaði sem því tilheyrir.
- Leiða tækniteymi Borgarbókasafnsins og miðla þekkingu innan safnsins. 
- Koma á samstarfi við skóla og frístundaheimili auk fagaðila vegna viðburða- og smiðjuhalds.
- Leiða þróun og nýsköpun í fræðslu og miðlun fræðsluefnis fyrir Tilraunaverkstæðið og skipuleggur fræðslu fyrir alla aldurshópa. 

Hæfniskröfur

- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldspróf á háskólastigi er kostur
- Haldbær reynsla af verkefnastjórnun og/eða kennslu. 
- Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi. 
- Mikill áhugi og/eða þekking á tækni og grunnforritun ásamt almennt góðri tölvufærni.
- Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
- Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki. 
- Skapandi og lausnamiðuð hugsun.
- Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 4.2.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar: 6467
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir í síma 6982466 og tölvupósti gudrun.lilja.gunnlaugsdottir [at] reykjavik.is.

Borgarbókasafn Reykjavíkur
Þjónustu- og þróunardeild
Tryggvagötu 15
101 Reykjavík

.