Laust starf verkefnastjóra skjalamála!

Vilt þú vinna með okkur? 

Ert þú með skjalamálin á hreinu? Borgarbókasafnið auglýsir eftir verkefnastjóra skjalamála. Verkefnastjóri skjalamála hefur yfirumsjón með skjalamálum í umboði borgarbókavarðar og leiðir vinnu varðandi skjalamál Borgarbókasafns. Hann sér um og ber ábyrgð á að verkferlar á þessu sviði séu skilgreindir, samræmdir og þeim fylgt eftir innan safnsins. Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Reykjavíkurborgar

Taktu þátt í að móta bókasafn framtíðarinnar! 

Umsóknarfrestur til 3. september. 

.