Laust starf stjórnanda Gerðubergs

  • Gerðuberg

Ertu góður stjórnandi og með brennandi áhuga á menningu og fólki? Við leitum að deildarstjóra í menningarhús okkar í Gerðubergi. Borgarbókasafnið Gerðubergi er alhliða menningarmiðstöð í Breiðholti. Deildarstjóri þess ber ábyrgð á stjórnun og rekstri menningarhússins svo sem bókasafni, sýningum, fræðslustarfi, dagskrá og viðburðum ásamt því að eiga gott samtal við nærsamfélagið í hverfinu. Deildarstjóri hefur jafnframt yfirumsjón með margvíslegri þjónustu við ytri og innri viðskiptavini Borgarbókasafnsins. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið. 

Helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri menningarhússins Gerðubergi.
  • Stjórnun mannauðs.
  • Gerð og eftirfylgni starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir menningarhúsið.
  • Þátttaka í að innleiða breyttar áherslur í rekstri og starfsemi Borgarbókasafnsins með það að markmiði að efla fagmennsku, styrkja rekstur og auka sýnileika safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.
  • Situr í safnráði Borgarbókasafns sem tekur stefnumarkandi ákvarðanir um starfsemi, rekstur og stefnumótun safnsins.

Nánar hér.

.