Kamesið klárt fyrir HM

  • Kames í HM búningi

Borgarbókasafnið í Grófinni komið í HM búning

Sýnum alla leiki HM í knattspyrnu sem fram fara á opnunartíma safnsins

Nú er heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu að hefjast eins og við búin að koma okkur í fótboltagírinn! Á 5. hæð í menningarhúsi Grófinni verða sýndir leikir í beinni frá mótinu á hverjum degi frá 14. júní til 15. júlí!

gbg12463.jpg

Kamesið er komið í HM búninginn – eða réttara sagt er HM búningurinn kominn í Kamesið!

gbg12457.jpg

Útstillingin fyrir framan Kamesið fylgir fótboltaþemanu.

gbg12467.jpg

Á sama stað Borgarbókasafnsins í Grófinni er líka að finna bækur um fótbolta, bækur um þátttökuþjóðirnar og geisladiska með þjóðlegri tónlist frá flestum löndunum. 

gbg12479.jpg

Kanntu þjóðsönginn? Eða „Ég er kominn heim“? Við erum með þetta allt tilbúið fyrir ykkur!

gbg12464.jpg

Nóg er til að bókum og tímaritum með alls kyns fótboltafræðslu.

gbg12473.jpg

Svo er líka hægt að kíkja inn á rafbókasafnið og finna nokkrar spennandi fótboltabækur eða skrá sig inn á Naxostónlistarveiturnar og hlusta á meiri tónlist.

gbg12476.jpg

Óðinn Valdimarsson er auðvitað fremstur í flokki þegar kemur að HM tónlistinni í íslenska rekkanum.

gbg12481.jpg

Langar þig að fræðast um menningu og siði landanna sem við keppnum við? Við erum með þetta allt!

gbg12486.jpg

Í barnadeildinni er búið að stilla út fótboltasögum og alls kyns bókum um fótbolta og fótboltahetjur. 

Borgarbókasafnið alltaf í boltanum.

.