Jólainnpökkunarborð í Borgarbókasafninu

  • jolapokkun

Pökkunarstöðvar standa fram að jólum í Grófinni og Kringlunni.

Borgarbókasafnið ætlar að leggja sitt af mörkum og hvetja til umhverfisvænni lausna fyrir jólin. Í ár ætla söfnin í Grófinni og Kringlunni að bjóða upp á aðstöðu til innpökkunar þar sem nýttar verða afskrifaðar bækur, tímarit, garn og alls kyns skraut.

Hægt verður að pakka inn jólagjöfunum, búa til jólakort og merkimiða, gjafapoka og finna upp á alls kyns skemmtilegum lausnum í jólainnpökkuninni. 

Fólk er einnig hvatt til að skoða Pinterest síðu Borgarbókasafnsins en þar er hægt að finna fjöldann allan af hugmyndum um hvernig hægt er að gera fallega pakka úr gömlum bókum og tímaritum.

ymis_blod_til_endurnyjunar.jpg

.