Grænu skilríkin mín

Borgarbókasafnið tekur þátt í NordPlus verkefni

Á Borgarbókasafninu í Grófinni og Spönginni standa nú yfir sýningarnar Grænu skilríkin mín. Þar má lesa hugleiðingar starfsfólks bókasafna nokkurra landa um umhverfismál, en á þeim vettvangi stendur mannkynið nú frammi fyrir brýnum úrlausnarefnum. Fræðibókum sem taka á umhverfismálum er stillt út og skáldsögum sem tengjast málunum, nokkrar þeirra fjalla um hvernig gæti farið ef verstu spár rætast - við þurfum að taka í taumana!

Bókasafnsgestum er boðið að taka þátt í sýningunni og birta hugleiðingar sínar: Hvað ertu ánægður með í stöðu umhverfismála dagsins í dag? Hverju hefur þú áhyggjur af? Hvaða vonir bindur þú við framtíðina? Hverju lofar þú að leggja af mörkum til að vernda náttúruna og nánasta umhverfi þitt? Sýningin verður sett upp í Grófinni síðar í sumar.

Sýningarnar eru liður í fullorðinsfræðsluverkefninu CreaTeams in Library, sem hlaut Nordplus styrk Norrænu ráðherranefndarinnar. Starfsfólk BBS hefur í tvígang hitt starfsfólk bókasafna í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen og Svíþjóð og unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snerta bókasöfn, hlutverk þeirra og stöðu í dag og hvernig megi koma nýjungum inn í starfsemina.

Áhersla hefur verið lögð á bókakostinn, hvernig hann er kynntur og hvernig ná má til fleiri lesenda með bókmenntum frá þátttökulöndunum. Bókasafnsgestir hafa líka verið til umfjöllunar, hverjir koma á bókasöfn, hverju sækjast þeir eftir, hvernig getum við komið til móts við þá og notað til þess nýja miðla?

Nordplus verkefninu CreaTeams in Library lýkur með fundi í Valmiera í Lettlandi nú í september, en þegar eru komin á tengsl milli bókasafna þátttökulandanna sem bjóða upp á frekara samstarf.

Hér eru nokkur dæmi um verkefni CreaTeams in Library síðastliðið ár:

knowthyneighbour

green library - endurvinnsluverkefni sex bókasafna í Evrópu. Reflection eftir Ísabellu Leifsdóttur var framlag Borgarbókasafnsins.

my life in a bookshelf

nordic literature

.