Finnst þér gaman að skrifa, rappa, búa til leikrit og spekúlera í alls konar?

Nú er sólin komin hátt á loft og fuglarnir farnir að syngja sem þýðir bara eitt: Sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins eru að hefjast! Á hverju ári heldur Borgarbókasafnið frí námskeið í menningarhúsum sínum um alla borg fyrir börn og unglinga í sumarfríi. Nú er um að gera að virkja börnin á skemmtilegan og skapandi hátt því smiðjurnar í ár eru afskaplega fjölbreyttar. Allir krakkar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Smellið hér til að kynna ykkur fjölbreytt framboð á skemmtilegum smiðjum í sumar...

Nánari upplýsingar veitir:
Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri barnastarfs
thorbjorg.karlsdottir [at] reykjavik.is
Sími: 411 6100

.