Bóksafnsdagurinn 7. september 2018

  • Bókasafnsdagurinn

Bókasafnsdagurinn verður haldin hátíðlegur 7. sept. n.k. Sem fyrr er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu ásamt því að vera dagur starfsmanna.

Slagorð dagsins að þessu sinni er Lestur er bestur – fyrir vísindin. Því verður vakin athygli á safnkosti bókasafna sem fjallar um hinn fjölbreytta fræðaflokk sem eru vísindi.

Í framhaldi af því má velta fyrir sér hvað eru vísindi ? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=609.

Einnig skal vekja athygli á að Borgarbókasafnið Kringlunni verður með Vísindasmiðju á Lifandi laugardegi 8. sept. í umsjón Stjörnu-Sævars í tilefni dagsins.

Nánari upplýsingar um daginn er að finna á www.bokasafn.is

.