Afmælisvika Æringja

  • Æringi í Fjölskyldugarðinum

Sögubíllinn Æringi er 10 ára gamall í ár. Af því tilefni munum við fagna þessum áfanga með ýmsum uppákomum vikuna 28. maí - 3. júní.  Í Borgarbókasafninu Grófinni og í Spönginni verða sýningar þar sem farið verður yfir starfsemi Æringja í máli og myndum þessi 10 ár.

Afmælisdagskráin

Mánudagurinn 28. maí kl. 09:30

Í Spönginni opnar sýning um sögu Æringja en þar verða einnig myndabækur um Sólu sögukonu sem börn í 1. og 2. bekk Ingunnarskóla hafa skreytt og skrifað, bæði á veggjum og í möppum.

Á opnuninni koma börn frá leikskólunum Laufskálum og Brekkuborg en börnin sem sömdu sögurnar koma og fá eitthvert góðgæti á miðvikudaginn. Gestum og gangandi velkomið að koma og taka þátt í gleðskapnum á mánudaginn. Sóla sögukona tekur á móti ykkur og les upp valdar sögur. Sjá nánar.

Miðvikudaginn 30. maí kl. 10:30 og 12:30

Í Spöngina kemur 1. og 2. bekkur í Ingunnarskóla og skoðar afraksturinn.

Í Grófinni verður einnig hægt að fræðast um sögu Æringja á veggspjöldum og sögur með Æru Æringjadóttur og Björk bókaveru sem 5. bekkur Melaskóla samdi. Eftir 4. júní bætast við fleiri verk eftir 5. bekk í Melaskóla sem sömdu sögur um Björk bókaveru og Æru Æringjadóttur.

Fimmtudaginn 31. maí kl. 9:30

Í Grófina tekur Björk bókavera á móti helmingi barna í 5. bekk, Melaskóla sem bætir sögum um gestagjafa sinn við sýninguna. 

Sunnudaginn 3. júní kl. 15.00

Í Grófinni er gestum og gangandi boðið á hressa sögustund þar sem boðið verður upp á afmælistertu og djús. Ykkur er öllum boðið því allir eru hjartanlega velkomnir í afmælisveisluna! Sjá nánar.

Mánudaginn 4. júní kl. 10:00

Í Grófinni tekur Æra Æringjadóttir á móti krökkum í 5. bekk Melaskóla. 

Brot úr sögu Æringja má einnig sjá í skemmtilegu myndasafni sem finna má á Facebook síðu okkar. 

.