Fjölskyldustundir

Í Grófinni, Gerðubergi, Sólheimum og Spönginni er fjölskyldum með börn, sem ekki eru komin á leikskólaaldur, boðið að koma í safnið í sérstaka samverustund. Eldri börn eru líka velkomin, en stundin er sérstaklega sniðin að þörfum lítilla barna.

Í Grófinni er boðið upp á samsöng og gítarspil alla fimmtudaga.

Umsjónarmaður: Þorbjörg Karlsdóttir: thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

Í Gerðubergi eru samverustundir í boði á hverjum miðvikudegi  og einu sinni í mánuði er skipulögð dagskrá íumsjón starfsmanna Þjónustumiðstöðvarinnar og fjögurra leikskóla í Efra-Breiðholti. 

Umsjónarmaður: Bergrós Hilmarsdóttir, bergros.hilmarsdottir@reykjavik.is 

Í Sólheimum er fjölskyldustund á hverjum miðvikudegi. Einu sinni í mánuði er boðið upp á dagskrá sem er blanda af fræðslu, föndri, leikjum sögustundum og söng.

Umsjónarmaður: Dóra Bergrún Ólafsdóttir: dora.bergrun.olafsdottir@reykjavik.is

Í Spönginni er fjölskyldustund alla þriðjudaga og boðið upp á formlega dagskrá þriðja þriðjudag í mánuði.

Umsjónarmaður: Herdís Anna Friðfinnsdóttir: Herdis.Anna.Fridfinnsdottir@reykjavik.is

 

Hægt er að fylgjast með dagskrá fjölskyldustunda á viðburðasíðunni.
Athugið að dagskráin getur breyst yfir sumartímann.

Fjölskyldustundirnar eru í:

Borgarbókasafninu Grófinni alla fimmtudaga kl. 10.30 - 11.30
Borgarbókasafninu Spönginni alla þriðjudaga kl. 14.00 - 15.00
Borgarbókasafninu Sólheimum alla miðvikudaga kl. 13.00 - 14.00
Borgarbókasafninu Gerðubergi alla miðvikudaga kl. 10.00 - 11.00
Borgarbókasafninu Kringlunni alla föstudaga kl. 14.00 - 15.00

 

  • Fjölskyldustund